Thursday 2 May 2013

Ég safna...PERLUM! / I collect...BEADS!

Jahá!
Geimveran sankar að sér öllu perlukyns og klippir upp gamalt og endurnýtir. Af hverju að eiga eitthvað sem þú notar ekki þegar þú getur búið til eitthvað sem yrði miklu flottara :)

Ég hef safnað perlum frá því ég var 10 ára og sjaldnast kaupi ég mér perlur. Fæ þær hins vegar oft gefins og ef ekki fæ ég skart frá bestu vinkonunum og klippi það upp. Hrefna Helgadóttir hefur reddað mér sínu gamla skarti frá því ég man ekki hvenær og hefur margt skemmtilegt orðið til.

Það kemur fyrir að mér fer að þykja vænt um sumar perlurnar og tími alls ekki að nota þær nema þegar þær eru "fullkomnar" fyrir eitthvað. Týnda pússlið í skartgripnum.

Ætla sýna ykkur nokkrar.
Geimvera



Setti nokkrar í uppáhaldi sem skraut utan um þetta kerti. Synd að sjáist ekki þegar þær eru ofan í skúffu:) Finnst þetta fallegt.
(Tek það fram að ég á ekkert í þessu áfengi!)

Nokkrar perlur sem er verið að spara.
Þykir mjög vænt um stærsta fílinn sem Birta bar heim frá Suður-Ameríku. Fíllinn með húsið á bakinu er frá kæró og alveg nokkrar þarna frá Söndru sem hún keypti í Frakklandi <3.

Þetta eru með elstu perlum sem ég á og hef átt frá ég var 10 ára.














Vintage festingar. Ótrúlega fínar finnst mér :)








Ferskvatnsperlur frá mömmu og glerperlur frá Ítalíu sem Ólöf Auður
gaf mér fyrir löngu. Fer sparlega með þær :)



















Fleiri í bland. 




















Lenti í því skelfilega óhappi um daginn að henda perlu-unitinu mínu um koll alveg óvart. Það getur verið hræðilegt að vera svona náttblind. Þær duttu heppilega ekki allar úr en varð að blanda þeim öllum í eina skúffu sem féllu á gólfið. Perluskipulagið ónýtt :(

Skemmtileg staðreynd; þegar ég var krakki sturtaði ég stundum vísvitandi úr perluboxunum TIL AÐ geta raðað þeim aftur upp á nýtt.

Mín stærsta ósk er míni handryksugu svo ég get endurskipulagt þetta allt saman án þess að það fari dagar í það.

Ókei bæ!
Geimvera